Bryggjuhátíð Snarfara

Kæru Snarfarafélagar, nú loksins fögnum við saman!

Helgina 12.-13. júlí sláum við upp bryggjuhátíð í félagsheimili Snarfara.

 

Föstudagur 12. júlí - Kjötsúpa og pubquiz

  • Fjörið hefst með fordrykk kl. 18:00.
  • Kjötsúpa og kaldur á krana í boði Snarfara
  • Pubquiz um kvöldið þar sem keppt verður á fjögurra manna borðum

 

Laugardagur 13. júlí - Bryggjuhátíð

  • Morgunverður í félagsheimili í boði Snarfara mili 09:00 og 10:30
  • Krakkaskemmtun, hoppukastali og önnur dagskrá fyrir börnin yfir daginn
  • Bryggjuhátíð hefst kl. 18 með fordrykk og mun Matarkompaní sjá um að grilla ofan í hópinn
  • Bjór á krana í boði. Vilji fólk vín með mat og eitthvað annað að sötra fram eftir kvöldi er um að gera að grípa með sér.
  • Hljómsveit stígur á stokk um kl. 22:00. Þess má til gamans geta að með hljómsveitinni leikur bassaleikarinn Jón Ólafsson en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi.

 

Matseðill kvöldsins:

  • Grillað lambalæri
  • Grilluð bökunarkartafla
  • Bernaise sósa
  • Ferskt salat með kirsuberjatómötum, mangó og fetaosti

 

Gisting: Stjórn hvetur félagsmenn til að gista á staðnum í bátum sínum fyrir þá sem eiga kost á því en einnig er velkomið að koma með húsbíla, hjólhýsi eða aðra ferðavagna á staðinn. Nóg rafmagn fyrir alla.

Kostnaður: Snarfari greiðir niður kostnað fyrir hvern félagsmann ásamt maka og er verðið því aðeins 3.000 kr. á mann.

Nú er skráningu lokið og verður nánari dagskrá og upplýsingar sendar á tölvupósti þegar nær dregur helgi.