1 gr.
Hámarkshraði í höfninni og utan fyllingargarðs þ.m.t. innsiglingarrennu eru 4 mílur.
2 gr.
Hámarkslengd báts, sem legupláss getur fengið í höfninni er 15 metrar (l.o.a.)
3.gr
Notaðar skulu traustar landfestar í viðlegu. Frágangur báts í höfn er á ábyrgð eiganda. Einungis skal nota viðurkennda rafmagnskapla, millistykki, tengla og innstungur í höfn og á landsvæði sem hannaðar eru í þeim tilgangi.
4.gr
Snarfari tryggir ekki eigur félagsmanna. Það á ábyrgð þeirra sjálfra að tryggja eignir sínar og sig sjálfa gegn tjóni sem hlotist geta á umráðasvæði félagsins eða við notkun á þjónustuþáttum þess. Félagsmaður er ábyrgur fyrir því tjóni sem hann eða gestir á hans vegum valda hvort sem er á öðrum bátum, höfn eða öðrum mannvirkjum í eigu félagsins. Um skaðabótaskyldu vegna skemmda á höfn, mannvirkjum hennar eða áhöldum fer eftir almennum skaðabótareglum.
5.gr
Félagsmenn sem hafa leigð stæði á landi eða við bryggju fá afnot af aðstöðu félagsins við og í höfninni fyrir sína eigin báta. Óheimilt er að framselja þessi leiguréttindi til þriðja aðila, hvort heldur til félagsmanns eða annars. Slíkt framsal án samþykkis stjórnar félagsins er ógilt og hefur í för með sér réttindamissi án bóta og kostnað fyrir bátseiganda, enda verða bátar þeirra sem brotlegir verða, fjarlægðir af svæðinu á kostnað eigenda. Eitt aðstöðugjald gefur einungis rétt fyrir geymslu á einum bát á svæði (landi). Sé félagi með fleiri en einn bát á svæðinu greiðast aðstöðugjöld fyrir hvern bát. Með bát er átt við allar tegundir báta þ.m.t. sjóþotur, gúmmíbáta (aðra en léttabáta) o.fl. og skiptir báts stærð ekki máli.
6.gr
Bátar 9 metra hafa forgang til legu við A bryggju. Bátur undir 9 metrum skal víkja fyrir stærri bát, að því gefnu að viðkomandi fái viðlegupláss og skal sú regla gilda að sá bátur víkur fyrst er skemmstan tíma hefur haft viðlegu við A bryggju. Stjórn Snarfara áskilur sér rétt hvenær sem er til breytinga á viðleguplássi og þar með flutning báta á milli bryggja til hagræðingar fyrir félag
7.gr
Þjónustubryggjan er fyrir skamma viðdvöl t.d. þegar verið er að taka þá á land eða sjósetja. Ekki má geyma báta við bryggjuna lengur en sólarhring nema sérstakar ástæður séu til staðar og þá með leyfi hafnarstjóra. Olíubryggja er einungis til að taka olíu eða bensín á báta.
8.gr
Sjósetningarrennan er félagsmönnum gjaldfrí. Utanfélagsmenn greiða gjald fyrir notkun hennar samkvæmt gjaldskrá. Aldrei má skilja eftir bát í eða við rennu, né á landi framan við rennu, þannig að hamli eða skapi hættu fyrir aðra notendur. Bátseigendum skulu hreinsa til eftir sig og fjarlægja alla aðskoðahluti úr rennu. Nokkur slysahætta getur verið með sjósetningu og upptöku báta. Verður ekki ítrekað nægilega að þeir sem nota rennuna fari varlega. Traktor er einungis til notkunar þeirra félagsmanna sem hafa réttindi og reynslu til að stjórna slíku tæki. Ekki má nota traktor nema að undangengnu samþykki einhvers stjórnarmeðlims.
9.gr
Utanfélagabátar eru ekki heimilaðir á svæðinu til geymslu, viðgerða eða viðhalds nema með samþykki stjórnar og greiðslu gjalda skv. gjaldskrá. Eins er búseta félagsmanna eða utanfélagsmanna í bátum á svæði eða höfn í lengri tíma ekki leyfileg nema með samþykki stjórnar.
10.gr
Vagnar, bátar, eða annað dót sem skilið er eftir á svæðinu án tilskilinna leyfa, verða fjarlægðir á kostnað eigenda og seldir fyrir áföllnum kostnaði eða fargað án þess að bætur komi fyrir. Svæði Snarfara ber að halda snyrtilegu og ber félagsmönnum að ganga frá eftir sig. Allt drasl og efni ber að setja í þar til gerða gáma eða fjarlægja af svæðinu.Tankur fyrir spilliefni er við hlið landgangs á þjónustubryggju. Þar skal setja úrgangsolíu og slíkt. Gámur fyrir rafgeyma er fyrir framan skemmu. Annað rusl fer í gám sunnan við skemmu. Norðan við hana er gámur sem ætlaður er sem geymsla fyrir léttabáta (gúmmíbáta) og jullur.
11.gr
Meginhluti skemmu er geymsla fyrir traktor, verkfæri og ýmislegt annað í eigu Snarfara. Sá hluti er ekki lánaður né leigður út. Austasti hluti skemmu er til notkunnar félagsmanna gjaldfrítt í smáviðgerðir o.fl. í stuttan tíma. Þar er aðgengi að háþrýstidælu til þvotta á bátum félagsmanna. Langvarandi og/eða stærri viðgerðir sem „teppa” umgang og notkun annara félagsmanna af skemmunni eru bannaðar. Dót er fjarlægt ef það er lengur en sólarhring í skemmunni og er á ábyrgð þeirra sem það skildu eftir. Félagsmenn eru beðnir um að ganga vel um og þrífa eftir sig. Traktor er ekki leigður út utan athafnasvæðis Snarfara.
Uppfært í Reykjavík, Elliðanausti, 2. janúar 2018, Stjórn Snarfara