Um okkur

Snarfari er rótgróinn siglingaklúbbur í Reykjavík fyrir skemmti- og sportbátaeigendur. Alls eru tæplega 400 félagsmenn og um 140 bátar skráðir í Snarfara.

Aðalsvæði Snarfara er í Naustavogi. Þar er félagsheimili, þrjár bryggjur ásamt þjónustubryggju, rampur og þvottaaðstaða, viðgerðarskemma og stórt landsvæði fyrir bátastæði á landi svo fátt eitt sé nefnt. Við Naustavog er frábær aðstaða til sjóíþrótta og félagsskapar. Sú aðstaða sem félagsmenn hafa sjálfir komið sér upp á hinu friðsæla landi austan Súðavogs er ekki á vitorði allra Reykvíkinga. Tala má um “sveit í borginni ” með miklu og fjölbreyttu fuglalífi og einnig þeirri kyrrð sem allir þrá.

Fyrir utan aðstöðuna í Naustavogi er félagið með og rekur bryggju í Viðey (sunnan megin), fjótandi pramma við Þerney, ból við Flatey og tvö ból við Elliðaey í Breiðafirði. Einnig bryggju í Hvammsvík í Kjós en þar er aðgengi að rafmagni. Þessi aðstaða er félagsmönnum að kosnaðarlausu.

Mótorbátar eru af öllum stærðum og gerðum í Snarfara. RIB bátar, trillur, hraðbátar og fleiri tegundir má sjá á svæðinu. Sportveiði hvort sem er á fiskum eða fuglum er nokkuð stunduð af félagsmönnum en ekki síður samsiglingar og að nýta saman þá frábæru aðstöðu sem Snarfari á t.d. við Þerney, Viðey og Hvammsvík. Góð aðstaða til niðursetningar og uppsetningar báta er á staðnum. Mótorbáteigendur í Snarfara leggja áherslu á samsiglingar og samhjálp á sjó.

Hafir þú áhuga á að kynna þér starfið betur og ganga í félagið er hægt að fylla út umsóknareyðublað hér á vefnum.


Stjórn Snarfara

Formaður: Hafþór Lyngberg Sigurðsson
Varaformaður: Valgeir Steindórsson
Ritari: Ólafur Viggósson
Fjármálastjóri
: Jóhann Rúnar Guðbjarnason
Hafnarstjóri: Hörður Már Harðarson

Varastjórn:
Jón Rósmann Mýrdal
Jónas Hermannsson
Pétur Örn Valmundarson

Ef þörf er að ná í stjórnarmeðlimi í þeirra persónulegu síma á virkum degi, vinsamlega athugið að hringja ekki fyrr en eftir kl.18:00, nema erindið sé brýnt.
Hægt er að hafa samband við stjórn gegnum netfangið snarfari@snarfari.is.

Smelltu hér fyrir símanúmer stjórnarmanna og frekari upplýsingar.


Ábendingar vegna heimasíðu vinsamlegast sendist í tölvupósti á petur.valmundarson@gmail.com

Stjórn Snarfara, fyrir hönd allra félagsmanna þakkar öllu því dugmikla fólki sem og öllum öðrum sem koma að sjálfboðavinnu hjá Snarfara í smærri eða stærri verkefnum, kærlega fyrir sitt góða og óeigingjarna starf.