Kæru Snarfarafélagar og tilvonandi handhafar skemmtibátaréttinda.
Aríel Pétursson, sjóliðsforingi úr danska sjóhernum og formaður Sjómannadagsráðs mun halda námskeið í stjórn skemmtibáta núna í mars og apríl sem lýkur svo með bóklegu prófi þann 6. maí og verklegu prófi síðar í maí. Aríel hefur stýrt herskipum, varðskipum, fiskiskipum, skútum og síðast en ekki síst – skemmtibátum. Jafnframt hefur hann sinnt kennslu og kadettaþjálfun í danska sjóhernum og er því vanur því að miðla siglingakunnáttu sinni.
Haldið verður þétt á spöðunum og farin hálfgerð hraðferð í náminu sem ætti ekki að vefjast fyrir fólki sem hefur eitthvað umgengist skemmtibáta eða fengið nasaþefinn af þeim. Þess er þó ætlast að þátttakendur kynni sér vel lesefnið heima áður en mætt er í staðlotu niðri í klúbbhúsi sem verður meðal annars verklegs eðlis með sjókort.
Nánari fyrirmæli verða send þátttakendum í tölvupósti.
Þegar greitt hefur verið námskeiðsgjaldið þá verður hlekkur sendur á þátttakendur inn á vefsvæði þar sem öll námsgögn; lesefni, fyrirlestrar og verkefni eru aðgengileg.
Námskeiðið er alls fjögur kvöld:
Bóklegt próf verður haldið 6. maí í húsi Sjómannaskólans við Háteigsveg og endurtekt/sjúkrapróf verður 23. maí.
Verklega prófið verður haldið á skemmtibáti sem siglir frá Snarfara og tekur það um 3-4 klst, nemendafjöldi er 5 manns per verklegt próf.
Verðið fyrir námskeiðið er 130.000 krónur fyrir félaga í Snarfara.
Mökum og börnum Snarfarafélaga er velkomið að skrá sig á námskeiðið og er verðið það sama.
Innifalið í verði:
Nemendur þurfa að hafa eftirfarandi með sér:
Hægt er að hafa samband við kennara námskeiðsins í tölvupósti á arielpetursson@gmail.com
ATH: Takmarkað pláss er á námskeiðið og gildir reglan fyrstir koma - fyrstir fá. Því er um að gera að vera snar í snúningum að skrá sig sem fyrst.