Lyklaskipti 2023

Laugardaginn 20. maí er stefnt á að framkvæma lyklaskipti á bryggjum og félagsheimili Snarfara.
Skilyrði fyrir nýjum lykli er að allar skuldir við félagið séu uppgerðar að fullu.
Eigir þú útistandandi skuld/ir við félagið biðjum við þig að gera þær upp eigi síðar en föstudaginn 19. maí til að eiga kost á nýjum lykli en skipt verður um sílendera á laugardeginum.

Laugardaginn 20. maí hætta núgildandi lyklar að virka.


Eigir þú ekki kost á að klára uppgjör fyrir tilsettan dag frestast afhending á nýjum lykli þar til skuld hefur verið gerð upp og biðjum við um kvittun fyrir skuldum sem eru gerðar upp eftir 19. maí. (Skuldir gerðar upp fyrir umbeðinn dag uppfærast í bókhaldskerfi okkar og þarf því ekki að sýna kvittanir fyrir þeim)

Sé ágreiningur eða kvörtun vegna útgefinna reikninga af félaginu óskast ábendingar og útskýringar sem fyrst á netfangið snarfari@snarfari.is.

Virðingarfyllst, stjórn Snarfara.