Kæru Snarfarafélagar.
Hér gefur að líta næsta fréttabréf stjórnar.
Myndavélar aðgengilegar félagsmönnum
Nú hafa helstu myndavélar verið gerðar aðgengilegar félagsmönnum og var sendur út tölvupóstur þess efnis fyrir fáeinum dögum. Greinilega mikill áhugi á að tengjast enda fjöldi Snarfarafélaga sem sóttist eftir aðgangi.
Umsókn um aðgengi að myndavélum var sent í tölvupósti á alla félagsmenn. Fáir þú ekki tölvupóst stjórnar biðjum við þig að hafa samband við stjórn á netfangið snarfari@snarfari.is.
Að öllu óbreyttu eru næstu kvöld skipulögð 31. mars, 2. apríl og 29. apríl frá kl. 19-22. Óskar stjórn eftir því að félagsmenn veiti næði meðan námskeiði stendur en vitaskuld er félagsheimilið aðgengilegt hvað snyrtinguna varðar og til að næla sér í kaffibolla.
Nú er á fullu vinna við að koma þaki á nýju viðgerðarskemmuna og gengur sú vinna hratt og vel og styttist í að skemman verði orðin fokheld. Það verður frábær viðbót við athafnarsvæði og aðstöðu okkar félagsmanna að geta fengið aðstöðu innandyra til að ditta að bátum í hlýju, með góða vinnulýsingu og jafnvel góða tónlist með.
Meira var það ekki í bili.
Kveðja, stjórn.