Helgin verður með nokkuð hefðbundnu sniði eins og síðustu ár og verður kveikt upp í grillinu þegar líða tekur á daginn.
Endilega bjóðum fjölskyldum, börnum og barnabörnum með. Hoppukastali og fleira skemmtilegt fyrir þau yngstu.
Við byrjum kl. 09 og ef vel gengur og mæting er góð verðum við komin í grillið upp úr hádeginu.
Að hreinsa og gera fínt fyrir sumarið er ekki létt verk og skorum við á sem flesta félagsmenn að mæta á svæðið og taka þátt í starfinu.
Stefnt er á að vinna bæði laugardag og sunnudag enda mörg verkefni fyrir höndum.
Sjáumst vonandi sem flest og hjálpumst að að gera svæðið okkar fínt og fallegt fyrir komandi sumar.
Með kveðju, Stjórn.