Endurbætur á félagsheimili

Á sama tíma og við óskum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs kynnum við með stolti nýtt útlit og nýtt upphaf á félagsheimili Snarfara.

Það hefur ekki farið framhjá neinum félagsmanni að síðustu misseri hafa verið tímar breytinga í Snarfara - félagi sportbátaeigenda. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu öllu og með diggri aðstoð félagasmanna og annara höfum við nú loks klárað endurbætur á félagsheimilinu.

Stjórn býður félagsmönnum öllum að koma á morgun, laugardag kl. 19:30 og þiggja léttar veitingar og fagna nýjum framkvæmdaáfanga. Vonandi sjá sér flestir fært að mæta og makar sérstaklega boðnir og hvattir til að mæta.

Pinnamatur og léttir drykkir í boði félagsins og vilji félagar nýta tækifærið, sitja lengur og spjalla í huggulegu umhverfi við höfnina er velkomið að grípa með sér nesti í poka sem endist lengur.

Laugardagurinn 18. janúar kl. 19:30.

Við hlökkum til að sjá ykkur.