Kæru Snarfarafélagar.
Aðalfundurinn var með nokkuð hefðbundnu sniði í ár. Formaður las skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir atburði síðasta árs og var svo opnað á spurningar úr sal þar sem spurt var t.a.m. út í Viðey, félagsheimilið, traktorinn o.fl.
Fjármálastjóri félagsins fór yfir ársreikninginn og tók á móti spurningum varðandi hann. Félagið stendur vel fjárshagslega og gengur vel að spara þar sem hægt er að spara. Einnig á félagið umtalsvert safn eigna, lausafé og er skuldlaust.
Gerðar voru breytingar á nokkrum liðum í gjaldskrá félagsins:
Ástæða hækkana er í raun ákvörðun um að hækka frekar í smáum skömmtum og þá tíðar heldur en sjaldnar í stærri þrepum. Félagið vilji halda jafnvægi við þær verðhækkanir sem eru í landinu t.a.m. á raforkuverði.
Enn eigi eftir að framkvæma mikið og ekki standi til að taka nein lán.
Kosning til stjórnar fór fram og helst stjórn óbreytt frá síðasta tímabili.
Ekki bárust aðrar tillögur eða framboð og voru því stjórnarmenn sjálfkjörnir.
Að lokum verður hér stuttlega farið yfir svör við þeim spurningum sem komu upp í liðnum Önnur mál:
Ekki bárust fleiri spurningar, ábendingar né athugasemdir. Að venju var boðið upp á kaffiveitingar í lok fundar og lág vel á félagsmönnum eftir fundinn í nýuppgerðu félagsheimili okkar.
Stjórn Snarfara þakkar þeim liðlega 60 félagsmönnum sem mættu í félagsheimilið á fimmtudagskvöldið sl. og lá við loforðum um betra veðurfar þetta sumarið heldur en á því síðasta.
Fundargerð aðalfundar verður gerð aðgengileg á heimasíðu á næstu dögum.
Snarfari 50 ára!