Kæru félagar.
Þerneyjargrill verður haldið laugardaginn 21. ágúst nk.
Laugardaginn 21. ágúst stöndum við fyrir grilli í Þerney.
Fordrykkur í boði Snarfara kl. 18 og kveikt verður í grillum kl. 19.
Hver og einn kemur með sinn grilmat og drykki en félagið skaffar grill.
Gleðjumst og skemmtum okkur í Þerney með góðum mat í góðum félagsskap.
Við óskum eftir því að gestir boði komu sína með því að skrá sig á lista.
Hægt er að skrá sig rafrænt með því að smella hér og einnig er skráningarlisti á upplýsingatöflunni í félagsheimili.
Skráningu lýkur kl. 12 á hádegi á laugardag.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Stjórn.
