Mótorbátar

Mótorbátar eru af öllum stærðum og gerðum í Snarfara. RIB bátar, trillur, hraðbátar og fleiri tegundir má sjá á svæðinu. Sportveiði hvort sem er á fiskum eða fuglum er nokkuð stunduð af félagsmönnum en ekki síður samsiglingar og að nýta saman þá frábæru aðstöðu sem Snarfari á t.d. við Þerney, Viðey og Hvammsvík.  Góð aðstaða til niðursetningar og uppsetningar báta er á staðnum. Mótorbáteigendur í Snarfara leggja áherslu á samsiglingar og samhjálp á sjó. Þú ert velkomin(n) í hópinn.

Snarfari-oli from Kristjan M. Gunnarsson on Vimeo.

 

10 Hraðskreiðustu bátar sem smíðaðir hafa verið

Á leið í land við kjör aðstæður