Þjófnaður og innbrot

Fregnir hafa borist okkur að brotist hafi verið inn á einkalóðir, bátasvæði og bátaklúbba hér á höfuðborgarsvæðinu og mótorum og öðrum bátabúnaði stolið.

Á síðustu vikum hefur a.m.k. fjórum utanborðsmótorum verið stolið af bátum, klippt á slöngur og víra og bátarnir skildir eftir í rúst svo mikið tjón hefur hlotist af, fyrir utan tjón vegna þjófnaðar. Má því segja að um ákveðinn innbrotafaraldur sé að ræða gagnvart sjósportinu og er það einnig haft eftir lögreglu að svo sé.

Þjófarnir veigra sig ekki við því þótt þurfi að klippa á lása eða girðingar og þótt búnaðurinn sé vel yfir 100 kg. – ekkert virðist vera öruggara en annað.

Höfum þetta í huga og gætum vel að bátum okkar og búnaði, hvort sem er innan Snarfara eða fyrir utan.

Stjórn.

Comments are closed.