Leigustæði í Reykjavík

Kæru félagar.

Samkomulag hefur náðst við Faxaflóahafnir um leigu á tveimur bryggjustæðum í Reykjavíkurhöfn.

Stæðin eru á fyrstu flotbryggju vestan megin við gamla slippinn (myndrænar útskýringar hér neðst í póstinum).

Nú verður enn þægilegra og aðgengilegra fyrir okkur að sigla inn í Reykjavík, kíkja á veitingastaði og njóta menningarinnar í borginni og jafnvel gista yfir nótt í bátnunum.

Stæðin eru eingöngu ætluð Snarfarabátum og verða merkt um helgina eða strax í næstu viku.

Lyklaskipti eru kl. 12:00 hádegi og skal sækja og skila lyklum á skrifstofu Snarfara í félagseimili.
Vakin er athygli á því að þetta er tilraunaverkefni og því enn í mótun. Við byrjum svona og þróum þetta svo í sameiningu við félagsmenn. Allar ábendingar eru vel þegnar á netfangið snarfari@snarfari.is

Hér koma svo helstu upplýsingar um hvernig menn bera sig að og hvaða reglur gilda.

Hvernig sæki ég um stæði?
Í félagsheimili hanga eyðublöð þar sem menn merkja við sig á viðeigendi dagsetningar. Mikilvægt er að merkja sig með nafni og símanúmeri. Ekki er hægt að panta dagsetningar gegnum síma, bara mæta og merkja sjálf/ur.

Hvað má ég bóka mig langt fram í tímann?
Leigusamningurinn á bryggjunni er út september svo við miðum við það.

Hvað má ég bóka mig marga daga í röð?
Mest má taka þrjá sólarhringa í röð

Má ég bóka mig eins mikið og ég vill?
Við miðum við að skipta dögunum bróðurlega á milli okkar, þá sérstaklega helgunum. Annars er í lagi að bóka sig nokkrar dagsetningar inn í sumarið/haustið.

Hvað kostar?
Þessi þjónusta er Snarfarafélögum gjaldfrjáls.

Hvernig nálgast ég lykil?
Stjórn afhendir lyklana á tíma sem hentar báðum aðilum.
Símanúmer stjórnar eru hér fyrir neðan og er gott að hringja með góðum fyrirvara.
Einnig er í lagi að hringja í næsta mann á undan og sammælast um stað og stund á lykla skiptum þegar það á við.

Hvert skila ég lykli?
Skila á lykli á skrifstofu Snarfara í síðasta lagi á hádegi daginn eftir lán. Velkomið að setja í bréfalúgu skrifstofunnar líka.

Eru stæðin merkt Snarfara?
Stæðin verða merkt um helgina eða í næstu viku svo við verðum vonandi ekki mikið vör við báta í leyfisleysi.

Hvernig vita Faxaflóahafnir að við erum í Snarfara?
Þegar lykill er sóttur fylgir með lítið Snarfara merki. Merkinu þarf að koma fyrir á sýnilegum stað, í glugga eða annars staðar þar sem hafnarstjóri sér merkið greinilega.
Mjög mikilvægt er að muna að skila merkinu með lykilnum.

Hvernig afbóka ég mig?

Þú þarft þá að fara í félagsheimili og krassa yfir nafnið þitt. Þar með opnast dagurinn og getur einhver annar nýtt sér. Vinsamlegast trassið ekki að afbóka af virðingu við hina.

Ég gleymdi að ég ætti frátekið og mætti ekki, hvað þá?
Það er lítið hægt að gera í því. Við bjóðum ekki upp á áminningu en biðjum félagsmenn að gera sitt besta til að muna eftir dögunum. Menn fá bara “gult spjald” og passa sig að það endurtaki sig ekki.

Ég er núna niðri í Snarfara, það er laugardagur, kl. er orðin 19:00 og ég sé að bryggjan virðist vera laus, get ég farið núna strax?
Stjórnarmenn afhenda lykla svo það er alveg hægt að prófa að hringja og við gerum okkar besta að verða við þeirri beiðni þó erfitt sé að lofa því hverju sinni.

Annað sem gott er að vita?
Hliðið er læst báðum megin svo lyklalaus maður læsist inni.
Séu lyklar báðir farnir er velkomið að heyrast innbyrðis upp á að binda utan á og nota plássið – eins og við erum nú vön.
Týnist lykill þarf að láta stjórn vita strax upp á að fá nýjan lykil. Sá sem ber lykilinn í hvert sinn ber ábyrgð á honum og greiðir gjald sem getur fallið til vegna nýrra lykla.

Símanúmer stjórnar:
Jóhann – 8562007
Óli Viggós – 6615000    
Jón Rósmann – 8929123
Pétur V – 8482641
Jónas Hermanns – 6641141
Haffi – 8925195
Valli – 8920400
Fúsi – 8694261

Ekki eru veittar upplýsingar um lausar dagsetningar í síma – þær sjást á skráningarblaðinu í félagsheimili.

Comments are closed.