Kæru félagar.
Sunnudaginn síðast liðinn stóð Snarfari fyrir hátíðarkaffi í tilefni Sjómannadags.
Mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum og var sannarlega gaman að hittast og eiga þessa stund saman.
Ljósmyndarinn smellti af nokkrum góðum í byrjun kaffiboðsins en þá átti eftir að bæta verulega í gestafjölda dagsins.
Við þökkum fyrir samveruna og megi samverustundirnar verða fleiri í sumar.
Stjórn.