Sjómannadagur í Snarfara

Ágætu félagar.

Sjómannadegi verður fagnað á sunnudaginn, 6. júní kl. 15:00.

Í tilefni dagsins efnum við til kaffisamsætis eins og venjan hefur verið síðustu árin. Það verður því fögnuður mikill í þetta skiptið þar sem langt er liðið síðan síðast.

Kaffiboðið verður með hefðbundnu sniði og vonumst við til þess að sjá sem flesta Snarfarafélaga og þeirra fjölskyldur.

Veislan hefst kl. 15:00 í félagsheimili Snarfara og stendur fram eftir degi.

Hoppukastali og trampolín verður á svæðinu sem sló í gegn á hreinsunardeginum.

Við hlökkum til að gleðjast og fagna með ykkur á þessum hátíðardegi sjómanna.
Kveðja frá stjórn Snarfara.

Comments are closed.