Fjölskyldu- og hreinsunardagur 22. maí

Kæru félagar.

Laugardaginn 22. maí stefnum við á að halda hinn árlega fjölskyldu- og hreinsunardag.

Dagurinn verður með nokkuð hefðbundnu sniði eins og síðustu ár og verður kveikt upp í grillinu þegar líða tekur á daginn.

Endilega bjóðum fjölskyldum, börnum og barnabörnum með. Hoppukastali og fleira skemmtilegt fyrir þau yngstu.

Við byrjum kl. 09 og ef vel gengur og mæting er góð verðum við komin í grillið upp úr hádeginu og allir komnir heim vel í tæka tíð til að undirbúa Eurovision partýið.

Sjáumst sem flest á laugardaginn og hjálpumst að að gera svæðið okkar fínt og fallegt fyrir komandi sumar.

Með kveðju, Stjórn.

Comments are closed.