Vegna aðalfundar

Vegna Aðalfundar

Sælir félagar.
Aðeins varðandi sóttvarnir á aðalfundinum !
Með nýrri reglugerð er búið að herða örlítið reglurnar. Þegar menn mæta þá þarf að skrá sig með nafni, kt og símanúmeri. Allir munu fá úthlutuðu sætisnúmeri og þurfa að halda þar kyrru fyrir meðan á fundinum stendur. Engar veitingar verða en allir munu fá vatnsflösku ef þeir vilja. Einnig mega ekki vera fleiri en 50 í hólfi og gæta þarf að 2 metra reglunni. Nauðsynlegt er að hafa meðferðis penna til að nota í atkvæðagreiðslu. Að sjálfsögðu er einnig grímuskylda.

kv stjórnin

Comments are closed.