Nýtt hlið

Aside

Nýtt Hlið inná svæði Snarfara

Ágætu félagsmenn

Tekið hefur verið í notkun nýtt hlið inná svæði Snarfara.

Hliðið opnast kl. sjálfkrafa 8.00 og lokar kl. 23.00

Sama símanúmer er til að opna eins og var á því gamla. Þeir félagsmenn sem ekki eru með aðgang hafið samband við stjórn.

kv Stjórn

Frétt frá stjórn Snarfara

Aside

Frétt frá stjórn Snarfara

Eins og flestum er kunnugt tók Kolviður sér hlé frá stjórnarsetu, en vegna tenginar hans og við framkvæmdir á svæðinu, tengingar við Veitur og Reykjavíkurborg var samþykkt í stjórn Snarfara að falast eftir því að hann tæki setu í varasjórn, einnig heldur hann áfram að aðstoða hafnarstjóra eins og hann hefur gert undanfarið.

Framkvæmdir

Aside

Framkvæmdir á svæði Snarfara

Ágætu félagar á næstu dögum hefjast framkvæmdir verktaka á svæði Snarfara.

Vegna þessa þá biðjum við ykkur félagar sem eru að taka báta á land fyrir veturinn að vera í sambandi við hafnarstjóra og fá að vita hvar á að setja báta.

Hafnarstjóri skipuleggur svæðið og stýrir því hvar bátar eru settir yfir veturinn. Ekki má setja báta einhverstaðar.

Óskilgreindir bátar sem komið hafa inná svæði Snarfara og eru á landi eða í höfn og ekki hafa verið gerð skil á. Eru í raun í óleyfi á svæðinu verða fjaralægðir af svæðinu á kostnað eiganda ef ekki fjarlægðir af eiganda sjálfum.

kv Stjórnin

45 ára afmæli

Aside

45 ára afmæli Snarfara þann 18. september

Opið hús fyrir félagsmenn í félagseimilinu föstudaginn þann 18 september. Verða kaffiveitingar fyrir félagsmenn sem líta við á milli kl. 16 og 20 þann dag. Gæta þarf að fjarlægðarmörkum.

Stjórnin