Hreinsunardagur

Aside

Hreinsunardagur 11 – 14 maí

Ákveðið hefur verið að halda hreinsunardag 11 – 14 maí.

Mæting kl.16.00 – verkefnalisti verður settur upp í félagsheimili og geta félagsmenn tekið til hendinni á ýmsum sviðum og unnið verkefnin eftir eftir bestu getu. Lyklaskipti fara fram þessa daga og verða lyklar afhentir á milli 16 og 18 þessa tiltekna daga. Nánari upplýsingar verða sendir í tölvupósti til félagsmanna.

Stjórn Snarfara

Vorfundur 2020

Aside

Vorfunndi Snarfara frestað og einnig hreinsunardegi sem var áætlaður í apríl

Vorfundi 2020 verður frestað um óakvekðin tíma vegna samkomubanns sem er í gildi.

Hreinsunardagar sem áttu að vera í apríl frestað þar atil í maí og verður sett á vef Snarfara og þarf því að fylgjast með næstu daga, hvernig því verður háttað.

Stjórnin

Smithætta

Aside

Smithætta vegna coronavírus

Umgengni í félagsheimili Snarfara vegna hugsanlegrar smithættu á milli manna. Félagsmenn kynnið ykkur á vef Landlæknis embættisins hvernig við eigum að reyna að forðast að smita aðra félagsmenn og göngum vel um félagsheimilið sjá hér

Stjórn Snarfara