Hvammsvíkurhátíð – 24. júlí – Skráning hafin

Kæru félagar.

Nú höldum við loks Hvammsvíkurhátíð, laugardaginn 24. júlí nk.

Gerum okkur glaðan dag með góðum mat, gleði og söng í frábærum félagsskap í hinni fallegu Hvammsvík.

Slegið verður upp veislutjaldi og munu veisluhöldin hefjast um kl. 19:00 með veglegri grillveislu. 
Boðið verður upp á fordrykk og með matnum bjóðum við rautt og hvítt.
Að borðhaldi loknu skemmtum við okkur saman fram á nótt.

Miðaverð er 5.000 kr. á mann og er nauðsynlegt að skrá sig fyrir komu í síðasta lagi þriðjudaginn 20. júlí. 
Frítt er fyrir börn yngri en 12 ára.

SKRÁ MIG – SMELLTU HÉR

Nánari upplýsingar verða sendar þátttakendum þegar nær dregur viðburði.

Comments are closed.