Lundey

Uppskeruhátíð

Á döfinni er Uppskeruhátíð. Uppskeruhátíð verður Laugardagurinn 17.september. Félagafundur kl. 18:00. Stöðutaka. Í framhaldi gott partý fyrir félagsmenn.  Fiskisúpa aldarinnar eða annað góðgæti.  Bjór og léttvín nánast á kostnaðarverði. Barinn opnar eftir Lesa meira →

Menninganótt

Aside

Stórkostlegur dagur

Það var fjör í Snarfara alla menningarnótt. Fyrir samsiglingu sem hófst um 11:30 mættu um 60 manns í pulsupartý, bæði áhafnir báta sem tóku þátt og einnig aðrir góðir félagar. Siglt var út fyrir Sólfarið með fána Snarfara blaktandi við hún og þar var blístrað og blásið í alla lúðra á mínútunni kl. 13:00 og aldeilis látið vita af okkur. Um 20 bátar af öllum stærðum og gerðum tóku þátt. Ekki var um frekari formlega dagskrá að ræða en margir fóru inn í Reykjavíkurhöfn þar sem nokkrir félagar höfðu þegar komið sér fyrir við slippinn og voru um tíma um 10 bátar þar og áttu góðar stundir.

Í félagsheimili okkar var svo boðið upp á kaffi og bakkelsi eftir kl 15:00. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og gaman væri á næsta ári ef vel virðrar að skipuleggja þennan viðburð enn frekar í samráði við borgaryfirvöld og aldfeilis fjölmenna á bátum okkar.

Um kvöldið fór síðan fjöldi báta frá Snarfara til þess að virða fyrir sér flugeldasýninguna sem var glæsileg í ár og útsýnið frá sjó er auðvitað stórkostlegt fjarri ys og þys borgarinnar.

Enn fjölgar í félaginu og í vikunni gengu 2 nýjir félagar í hópinn og von er á fleirum.  Næsti viðburður hjá Snarfara er síðan eftir tæpan mánuð. Hverjum alla ti,l að mæta en þar verða reifuð mál sem varða framtíð félagsins sbr.
menninganott_1menninganott_2

Nýtt Facebook

Link

Nýtt á Snarfara

Nú hefur Snarfari opnað fésbókarsíðu. Búið er að stofna fésbókarsíðu fyrir Snarfarafélaga þar sem félagar geta tjáð sig um allt milli himins og jarðar, sett in myndir úr ferðalögum og eða hvaðeina sem þeim dettur í hug. Tengill inná síðuna er hér neðst á heimasíðunni og með því að haka við á f merkið hér að neða.

face