Vindur

Aside

Búist er við sterkum vindi

Búist er við að viðndhviður verði kraftmiklar og eru þá bátar og annar búnaður á svæði Snarfara í hættu eftir kl.18.00 þann 10. des og eru félagsmenn beðnir að huga að sínum bátum og eigum einnig að tilkynna (notið félagatal) ef þeir sjá að það þurfi að binda betur niður á svæðinu hjá einhverjum félagsmanni.

kv Stjórnin

Vaktbók 2020

Aside

Ný Vaktbók 2020

Ný vaktbók félagsmanna fyrir vaktir 2020 liggur frammi í félagsheimili og eru menn hvattir til að skrá sig tímanlega fyrir næsta ár.

Félagsmenn 2 vaktir á bát

Undirskrift

Aside

Skrifað undir samkomulag

Skrifað var undir samkomulag við Reykjavíkurborg vegna fyrirhugaðra framkvæmda á athafnasvæði Snarfara í Ráðhúsi Reykjavíkur, í dag 3. desember f.h Snarfara voru Stjórnarmenn og fulltrúar Reykjavíkurborgar.

Veturinn er gegnin í garð

Aside

Vetur og veður

Huga þarf vel að bátum yfir vetrartíman, félagsmenn hafið eftrilit með ykkar bátum og annara, látið vita ef eitthvað þarf að laga til að bátar verði ekki fyrir tjóni.

Varasamt

Aside

Innsiglingin

Innsiglingin á stórstreymsfjöru er þannig að það á ekki að reyna að fara út úr höfninni. Efni sem hefur safnast upp í innsiglinguni getur valdið skemmdum á bátskrúfum.

Verið í merkjum og fylgist með flóðartöflu. Annars strandið þið.

Félagar

Aside

Tveir góðir í góða veðrinu

Tveir galvaskir félagsmenn við vinnu á A-bryggju og eru menn að bæta við rafmagns staurum fyrir félagsmenn.

Aðvörun

Aside

Aðvörun, Aðvörun

Snarfarafélagar búið er að fjarlægja baujuna suður af Viðey og siglingarleiðin hættuleg þeim sem ekki þekkja til.

Mikil óánægja er með þessa aðgerð og ekki mikið öryggi í svona framkomu, þeir hljóta að vera ábyrgir sem fjarlægja baujuna án þess að setja upp bráðabyrgða merkingar.

Ice Rib Challenge

Aside

Nautilus Explorer

Fréttir af Sergio Daví, eftir 44 tíma siglingu frá Grænlandi til Kanada alls 652 sjómílur, slæmur sjór, þoka og ísjakar töfðu för og eðlilega örþreyttur.

____________________________________________________________________________

500 sjómílur á 24 tímum frá Thorshan í Færeyjum til hafnar í Snarfara.

Héðan heldur Sergio Daví til Grænlands, Canada, New York og hefur þá ferðast frá Sikiley á Ítalíu og nú komin til Reykjavíkur.

Eins og fram hefur komið er hann með Suzuki vélar 2×350 og leggur úr höfn með 2700 lítra af eldsneyti í ferðalag sitt á milli áfangastaða.

Lagst að bryggju í Snarfara

ICE RIB CHALLANCE

Link

ICE RIB CHALLANCE 2019

Gestasiglari sem er væntanlegur með viðkomu í Snarfara á leið til New York.

Von er á gesti líklega í lok júlí í sumar, ICE RIB CHALLANCE sem eru á leið sinni frá Ítalíu til Norður Ameríku. Hægt er að fylgjast með bát þeirra, 38 feta RIB BÁTUR með Suzuki vélum 2x350hp. Er nú að gera sig kláran að sigla frá Skotlandi til Færeyja. Smellið hér

Hinrik III

Aside

Hinrik III

Hinrik III er komin í höfn og bjóum við hann velkomin eftir siglingu yfir hafið frá Danaveldi.

Akranes

Link

Írskir dagar á Akranesi 4-7 Júlí.

Snarfarafélagar hafa undanfarin ár fjölmennt á bátum sínum. Vonandi sjá félagar tækifæri og sigla á Akranes og eru félagar velkomnir, siglandi sem akandi. Vefmyndavél á frá höfninni hér

kv Stjórnin

Hvammsvík

Aside

Hvammsvík

Um síðustu helgi gerði Hvammsvíkurnefnd bryggjuna klára og settu út ný ból. Hvammsvíkurnefndin hefur staðið sig afburða vel í gegnum árin og þökkum við þeim fyrir vel unnin störf í þágu félagsmanna

Stjórnin

Úr myndasafni Snarfara frá gamalli tíð

Hafnarey

Aside

Flatey

Ágætu félagar, búið er að yfirfara ból Snarfara í Hafnarey og er hægt að á þar í sumar. Gleðilegt siglingarsumar.

Einnig vilja félagsmenn og stjórn Snarfara þakka Stefán Skúla Kafara fyrir alla aðstoðina og velvilja í garð Snarfarafélaga og hann bíður öllum siglingarmönnum velkomna í Breiðafjörð.

kv Stjórn Snarfara

Sigur í höfn

Aside

Sigur í höfn

Sigurvegarar í róðrarkeppni á Vorhátíð Snarfara

Óskum þeim innilega til hamingju.

Öflugt samkomutjald var sett upp til að hægt vari að snæða kvöldverð áður en skemmtunin hófst.

Dagskrá vorhátíðar

Aside

Dagskrá vorhátíðar

Svæðið opnar kl. 13:00

Bryggjur opnar og fólki frjálst að skoða báta.

Ribbátar fara með fólk í bunu

GG sjósport með kinningu á kæjökum kl. 14:00

Reiptog á kæjak kl. 15:00

Kappróður kl. 16:00

Matur kl. 19.00

KK kl. 20:00

Ball kl. 21:00

Kveðja Stjórnin

Hreinsunardagar

Featured

Hreinsunardagar Takið frá dagana 10 – 12 maí, Snarfari verður með árlegan hreinsunardag á svæði Snarfara. Tökum þátt og fegrum umhverfi okkar. stjórn Snarfara

Vorfundur

Featured

Vorfundur verður fimmtudaginn 9. Maí og hefst kl. 20:00. Kaffi á eftir. Hreinsunardagar verða síðan 10-12 maí.  Frekari uppl settar á heimasíðu þegar nær dregur.

Bát akkeri

Link

Hvaða Akkeri er best.

Uppryfjun fyrir sumarið, hér sjáum við myndbrot um hinum ýmsu akkerum sem notuð eru af báteigendum.

Gestir

Link

ICE RIB CHALLANCE 2019

Gestasiglarar sem eru væntanlegir í sumar með viðkomu í Snarfara

Von er á gestum í júlí í sumar, eru það keppendur á Rib bátum sem eru á leið sinni frá Ítalíu til Norður Ameríku. Hægt er að sjá heimasíðu þeirra og báta þeirra sem þeir koma á, 38 feta bátar með Suzuki vélum. Smellið hér

Róðrafélag Snarfara

Aside

Róðrafélag Snarfara

Til stendur með vorinu að koma á fót róðrafélagi innan Snarfara.

Til þess þarf alvöru menn og báta, bátarnir eru í sjónmáli og verður síðan leitað að áhugasömun einstaklingum til að taka þátt og skipuleggja vorið.

Myndin er tekin af veraldarvefnum þar sem prúðbúnir menn eru að búa sig undir keppni á sjómannadegi. Félagar, verið í viðbragðsstöðu. Áhugasamir geta haft samband á snarfari@snarfari.is