Lundey

Ýmsar fréttir

Aside

Ágætu félagsmenn, 

Það er ýmislegt á seyði þessa daganna í Snarfara. Það er verið að setja ljós út á hafnargarð, það er verið að grafa fyrir köplum í nýtt hlið, nýbúið er að laga vegin og klippa hekkið við veginn inn á svæðið. Auk þess er verið að undirbúa að setja stoðirnar á C og B  bryggju. Síðan með fréttir af bátalyftunni að eftir ferð þeirra félaga Sigvald og Ingva út þá var ákveðið að gera breytingar á henni og erum við að bíða eftir tilboði í það verk. Vonandi kemur svo hún ekki mikið síðar en í þriðju viku sept. Þá sláum í uppskerupartíi hér á svæðinu. Hér er svo mynd af skútu sem er væntanlega að koma til okkar í vetrarsetu. Í fyrra var hún geymd á Grænlandi. Þetta er heimasmíðuð skúta (plastaður krossviður) og sjáið bógskrúfuna. Kjölur er uppdraganlegur. Hér eru svo helstu stærðir sem Jean Claude skipstjórinn lét okkur í té. Length : 14,60m, Wide : 4,60m, Weight : 13/15t
Draft: 1,50m with the kill up, West-system (plywood-epoxy).Það verður spennandi að heyra frá ævintýrum þeirra ákveði þau að vera hjá okkur.